miðvikudagur, september 6

the roof is on fire

mér er skapi næst að kveikja í húsinu sem ég bý í og ráðast svo á þessa aumingja sem eiga og reka stúdentagarða...
afhverju spyrðu?
hvaðan kemur öll þessi reiði?
ég skal sko upplýsa þig um það...
Leigan mín hefur sökum "verðbólgu" og "gengisbla" hækkað upp í 47 þúsund krónur á mánuði!!!!
Finnst fólki þetta í lagi fyrir lítið herbergi sem er ekki einu sinni með bakaraofn eða afmörkuðu svefnherbergi???
Ég er fokkans brjáluð út í þetta pakk sem heldur endalaust að það sé að gera stúdentum greiða og að við höfum það svo fínt þegar við sötrum 600 kr bjórinn okkar á krám borgarinnar öll virk kvöld og spanderum hinum ríkulegu og himinháu námslánum í sushi, cabernet og fína kjóla.
Ég vil nýta tækifærið og þakka elskulegum foreldrum mínum fyrir bónusstyrkinn sem ég góðfúslega þigg einu sinni í mánuði, kaffiboð föður míns á kaffitár einu sinni í viku og góðmennsku vinkvenna minna sem mæta með mat heim til mín eða bjóða mér til sín.
Það eru hreinar línur að ég er ekki að fara gera NEITT í allan vetur nema hamstra bjór og mat í vísindaferðum sem btw eru ÓKEYPIS!
Lyftu steini og ég verð þar sagði frægur síðhærður rokkari eitt sinn, þetta á alls ekki við mig.
Komdu á Suðurgötuna og ég verð þar því að allt annað kostar krónur sem ég ekki á!

(og fyrir það fólk sem dettur í hug að leggja það til að ég hefði átt að vinna meira í sumar þá kemur það út á eitt skal ég segja ykkur því námslánin væru bara lægri og til þeirra sem segja mér að vinna með skólanum vil ég benda á það að góðar einkunnir og vinna fer ekki vel saman-allavega ekki hjá mér OG það skerðir námslánin)

HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ ÞESSU LANDI?

Mér er skapi næst að pakka saman í tösku og rétta úr löngutöng.
Ég ætla bara aldrei að endurgreiða þessa ölmusu sem ég er svo heppin að þiggja af LÍN.
Þetta er algert grín nema hvað mér er ekki skemmt.
Ég ætla að bölva leigusalanum mínum í sand og ösku í kvöld og ég vona að hann muni ekkert geta sofið, mannandskotinnéggetekkiannaðsagt!

Með tíuþúsund krónur á debbanum eftir að hafa borgað alla reikninga og keypt nokkrar skólabækur kveð ég.

Peningar er það sem verður númer 1 á jóla og afmælisgjafalistanum í ár....
(eða matur sem geymist vel eða má frysta)

siggadögg
-sem finnur að hún er farin að svelta-

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fáðu þér bara kærasta sem á íbúð og í vinnu með sæmileg eða góð laun og lifðu á honum. Ef þú færð síðan leið á honum þá verður þú bara eð treina það þangað til að þú ert búinn með skólann. Fín lausn :)

Mystery Man

Mia sagði...

heyrirðu það Sigga... þú getur bara selt þig... ég held að ég kjósi vandamálin fram yfir svona lausnir ;)

Nafnlaus sagði...

Stofnum bara samtök gegn lín...

Sigga Dögg sagði...

takk fyrir þetta mia mín, ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki drýgt tekjurnar þannig...
en pælingar um að byrja með strák svo hann geti haldið mér uppi er einmitt ástæðan fyrir því að ég kjósi að vera á lausu... autt rúm er betra en illa skipað; það hef ég alltaf sagt.
(FYI hef ég alltaf þénað meira en allir pungar sem ég hef verið með svo að lógíkin er svoldið mikið ekki til staðar)

En já, niður með LÍN og Háskólaafturhald!

Nafnlaus sagði...

Djöfulsins væl er þetta í þér ! Skil alveg gremju þína út af hækkun á leigu og eithvað en ég vil minna þig á að það eru flest allir að díla við einhverjar hækkanir ! Síðan eftir ad hafa lesið þetta blögg þitt ( sem er skemmtilegt og fyndið á köflum ) þá sé ég ekki betur en þú sért búin að fara erlendis oftar en einu sinni á þessu ári . Það kostar penning og núna ertu að súpa seyðið af þessari ævintýramensku sem þú hefðir kannski átt að bíða með þangað til eftir skóla ! En gangi þér vel að ná endum saman og mundu að lífið snýst um að velja og hafna !

Nafnlaus sagði...

its my blogg and i can cry if i want to cry if i want to cry if i want to